Heimsmeistari!

Nei, ég er ekki heimsmeistari. Hef að vísu orðið Íslandsmeistari í sundi nokkrum sinnum. En að verða heimsmeistari, það hlýtur að vera góð tilfinning. Það sem er er að velta fyrir mér er af hverju fylgist ég með HM í knattspyrnu, en geri mér það ekki að horfa á fótbolta í sjónvarpi þess utan (hér undanskil ég EM)?

Það verður seint sagt að nútíma atvinnumannabolti sem slíkur sé skemmtilegur á að horfa (samanborið við t.d. handbolta eða körfubolta). Mér hefur þó alltaf þótt sérlega skemmtilegt að spila fótbolta. En langdregnari íþróttagrein er erfitt að finna. Leikurinn gengur út á að skora mörk, en þrátt fyrir það má auðveldlega sitja í gegnum heilan leik án þess að mark sé skorað og án þess að menn séu sérstaklega nálægt því.

Kannski er ein af ástæðum þess að ég horfi á HM sú að fylgjast með því hverjir fái að upplifa þá tilfinningu að verð heimsmeistarar. Að hafa borið vonir og væntingar heillar þjóðar, jafnvel heimsálfu, á bakinu og uppskera svo ríkulega. Að hafa frá blautu barnsbeini átt sér fjarlægan draum sem svo rætist. Að hafa gefið sál og líkama til að ná svo metnaðarfullu markmiði. Ég horfi á HM af þessum ástæðum og raunar mörgum fleirum sem hafa ekki sérlega mikið með fótbolta að gera. Tengjast miklu heldur áhuga á fólki, þjóðfélögum og sögu OG voninni um að upplifa eitthvað súblímt og fagurt, eins og grátklökka og auðmjúka karlmenn taka við lítilli styttu.  


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband