Allskonar?

Jú, það er rétt að það er betra að fylla pólitískt tómarúm með húmor en öfgum. Miklu betra! Breytir því hins vegar ekki að það er ekki fullkomlega ljóst hver skilaboð kjósenda voru í gær. Að öðru leiti en því að það er óánægja með þá flokka og það kerfi sem fyrir er. En hvað á að koma í staðin? Þeirri spurningu er enn ósvarað.

Þó ekki sé ljóst með hverju verður fyllt upp í tómarúmið (með öðru en með húmor) er um mjög jákvæðan gjörning að ræða. Tómarúmið er opið "leiksvæði": grundvöllur þess að virkja sköpunarkrafta og gefa nýjum möguleikum og nýjum lausnum rými. Óvissan og ójafnvægið sem hefur skapast með úrslitum kosninganna í Reykjavík, krefur borgarfulltrúa t.þ.a. leita jafnvægis og svara með öðrum hætti en þeir eru vanir. 

Alls ekki er hægt að gera ráð fyrir að útkoman "leiksins" verði með einhverjum ákveðnum hætti. Ekki einu sinni að lausnirnar og kerfið verði nauðsynlega betra en það sem var fyrir. Það er ekki eins og gamansamar tillögur og óljós svör Besta flokksins varði nákvæmlega veginn í átt til betri borgar eða samfélags. Það mætti frekar orða það þannig að tilvera, orðræða og velgengni Besta flokksins rífi niður þær vörður sem fyrir eru og bjóði fólki að hlaða nýjar og komast þannig með öðrum hætti á annan áfangastað. En hvaða hætti og á hvaða áfangastað? Það er fyrir borgarfulltrúa og borgarbúa að ákveða.        


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband