Fjórflokkurinn... uhh
17.5.2010 | 23:33
Fjórflokkurinn og Besti flokkurinn: nokkuð sniðugur og skemmtilegur listrænn gjörningur með alvarlegan undirtón. Hann stuðar og afhjúpar, eins og listir geta best gert. Kjósendur í Reykjavík eru svo að segja neyddir til að taka afstöðu til gjörningsins með sínum dýrmætustu borgaralegu réttindum. Kjósendur munu þar af leiðandi með beinum hætti taka afleiðingum afstöðu sinnar. Það er því ekki nóg að þykja Besti flokkurinn vera gott grín. Grínið er hér aðeins aðferð til að koma boðskap á framfæri. En "note bene" mjög mikilvægum boðskap.
Gefum okkur það að boðskapnum sé nú að mestu komið til skila, með misjafnlega beittum skopstælingum og klisjum - skemmtileg og nauðsynleg ádeila á íslensk stjórnmál. Eða er það svo? Eru kjósendur ekki tilneyddir til að standa við það sem kemur fram í skoðanakönnunum. Að öðrum kosti er ekki víst að þetta verði fjórflokknum sú "lexía" sem kjósendur virðast óneytanlega vilja. Sæti fjórflokkurinn ekki einmitt tryggari í sessi ef niðurstöður verða langt frá skoðanakönnunum.?Gefur það þeim ekki fullvissu um að jafnvel á þessum víðsjárverðu tímum, heldur fólk tryggð við fjórflokkinn, hið náttúrulega og óhagganlega í íslenskum stjórnmálum?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.